Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju 20. júní 2012 16:30 Botnleðja í ham á X-mas tónleikunum í vetur. Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.Glæsilegur ferill Hafnfirsku rokksveitina Botnleðju þarf vart að kynna fyrir neinum sönnum tónlistarunnenda. Hljómsveitin var stofnuð í Hafnarfirði árið 1994 og ári seinna sigraði hún Músíktilraunir. Í sigurlaun hlaut hljómsveitin hljóðverstíma í Stúdíó Sýrland og voru tímarnir nýttir til þess að taka upp fyrstu hljóðversplötu Botnleðju sem fékk nafnið Drullumall og kom út árið 1995. Ári seinna kom svo platan Fólk er fífl út við gríðargóðar viðtökur. Velgengni Botnleðju hélt áfram og var hljómsveitin m.a. fengin til að sjá um upphitun fyrir hljómsveitir líkt og Pulp, Super Furry Animals, The Prodigy og síðast en ekki síst Blur. Liðsmenn Blur hrifust svo af Botnleðju að meðlimum sveitanna varð vel til vina og var Botnleðju boðið að sjá um upphitun fyrir Blur í Bretlandi þar sem þeir léku undir nafninu Silt. Í lok árs 1996 sópaði Botnleðja svo að sér verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Næstu mánuðum eyddi Botnleðja í mikil ferðalög um Evrópu og Bandaríkin og nýtti frítímann í að semja efni á næstu plötu, Magnyl, sem kom út árið 1998. Bæði aðdáendur og gagnrýnendur voru sammála um að þarna væri komið sannkallað meistarastykki í íslenskri rokksögu. Sveitin var þó hvergi nærri hætt og breytti örlítið um stefnu þegar að platan Douglas Dakota kom út árið 2000. Árið 2003 kom svo út fyrsta og eina plata Botnleðju sem sungin er á ensku og heitir sú plata Iceland National Park. Árið 2005 ákvað sveitin að taka sér pásu sem stóð yfir í heil sjö ár en hljómsveitin kom svo fram á X-mas tónleikum X-977 í desember 2011. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson sem var góður vinur meðlima Botnleðju. Kom þá í ljós að hljómsveitin hafði engu gleymt og því var ákveðið að halda tvenna tónleika nú í júní sem heppnuðust gríðarlega vel. Hægt er að sjá sveitina flytja lagið Þið eruð frábær á sjónvarpssíðu Vísis. Í haust er síðan stefnt á útgáfu safnplötu með bestu lögum sveitarinnar og er vonast eftir því að sem flestir taki þátt í könnuninni á visir.is/botnledja. Tónlist Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.Glæsilegur ferill Hafnfirsku rokksveitina Botnleðju þarf vart að kynna fyrir neinum sönnum tónlistarunnenda. Hljómsveitin var stofnuð í Hafnarfirði árið 1994 og ári seinna sigraði hún Músíktilraunir. Í sigurlaun hlaut hljómsveitin hljóðverstíma í Stúdíó Sýrland og voru tímarnir nýttir til þess að taka upp fyrstu hljóðversplötu Botnleðju sem fékk nafnið Drullumall og kom út árið 1995. Ári seinna kom svo platan Fólk er fífl út við gríðargóðar viðtökur. Velgengni Botnleðju hélt áfram og var hljómsveitin m.a. fengin til að sjá um upphitun fyrir hljómsveitir líkt og Pulp, Super Furry Animals, The Prodigy og síðast en ekki síst Blur. Liðsmenn Blur hrifust svo af Botnleðju að meðlimum sveitanna varð vel til vina og var Botnleðju boðið að sjá um upphitun fyrir Blur í Bretlandi þar sem þeir léku undir nafninu Silt. Í lok árs 1996 sópaði Botnleðja svo að sér verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Næstu mánuðum eyddi Botnleðja í mikil ferðalög um Evrópu og Bandaríkin og nýtti frítímann í að semja efni á næstu plötu, Magnyl, sem kom út árið 1998. Bæði aðdáendur og gagnrýnendur voru sammála um að þarna væri komið sannkallað meistarastykki í íslenskri rokksögu. Sveitin var þó hvergi nærri hætt og breytti örlítið um stefnu þegar að platan Douglas Dakota kom út árið 2000. Árið 2003 kom svo út fyrsta og eina plata Botnleðju sem sungin er á ensku og heitir sú plata Iceland National Park. Árið 2005 ákvað sveitin að taka sér pásu sem stóð yfir í heil sjö ár en hljómsveitin kom svo fram á X-mas tónleikum X-977 í desember 2011. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson sem var góður vinur meðlima Botnleðju. Kom þá í ljós að hljómsveitin hafði engu gleymt og því var ákveðið að halda tvenna tónleika nú í júní sem heppnuðust gríðarlega vel. Hægt er að sjá sveitina flytja lagið Þið eruð frábær á sjónvarpssíðu Vísis. Í haust er síðan stefnt á útgáfu safnplötu með bestu lögum sveitarinnar og er vonast eftir því að sem flestir taki þátt í könnuninni á visir.is/botnledja.
Tónlist Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira