Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað 20. júní 2012 01:11 Sjávarfljót í Laxá í Dölum, neðan Matarpolls. Áin verður opnuð 28. júní en langt er síðan sást til laxa í ánni. Mynd/Árni Friðleifsson Á dögunum breytti Veiðifélag Laxdæla ósasvæði árinnar og þrengdi rennsli hennar til mikilla muna neðan við svokallaðan Matarpoll, eins og kemur fram á vef SVFR. Hefur ánni verið ýtt saman þannig hún rennur óskipt niður í neðsta veiðistaðinn, Sjávarfljót, sem lítur nú betur út en hann hefur gert undanfarin ár. Um tvær vikur eru síðan að fyrsti laxinn sást í Laxá í Dölum og hefur lax reyndar legið á veiðistaðnum Dönustaðagrjótum undanfarið. Veiði hefst í Laxá í Dölum þann 28. júní næstkomandi. Eitthvað er af lausum dögum en þeim fækkar hratt. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði
Á dögunum breytti Veiðifélag Laxdæla ósasvæði árinnar og þrengdi rennsli hennar til mikilla muna neðan við svokallaðan Matarpoll, eins og kemur fram á vef SVFR. Hefur ánni verið ýtt saman þannig hún rennur óskipt niður í neðsta veiðistaðinn, Sjávarfljót, sem lítur nú betur út en hann hefur gert undanfarin ár. Um tvær vikur eru síðan að fyrsti laxinn sást í Laxá í Dölum og hefur lax reyndar legið á veiðistaðnum Dönustaðagrjótum undanfarið. Veiði hefst í Laxá í Dölum þann 28. júní næstkomandi. Eitthvað er af lausum dögum en þeim fækkar hratt. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði