Webber stal sigrinum á síðustu hringjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 8. júlí 2012 14:01 Mark Webber hoppaði hæð sína á verðlaunapallinum. Hann átti rétt á því enda búinn að minnka bilið á milli hans og Alonso úr 20 í 13 stig í titilbaráttunni. nordicphotos/afp Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Alonso ræsti kappaksturinn á ráspól og hafði forystu allan kappaksturinn þangað til Webber stal fyrsta sæti með yfirvegaðri árás á Spánverjann niður Wellington kaflann. Þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull og fjórði Felipe Massa á Ferrari. Þessi tvö lið virðast nú vera líklegust til sigurs þegar hugað er að heimsmeistaratitlinum. Það ringdi eldi og brennisteini í gær og á föstudag. Kappaksturinn sjálfur fór þó fram í þurru. McLaren-liðið hefði örugglega frekar viljað bleytuna og gerðu jafnvel ráð fyrir að það myndi rigna. Jenson Button ræsti átjándi en endaði tíundi með eitt stig. Lewis Hamilton ræsti áttundi og endaði í sama sæti. Kimi Raikkönen lauk kappastrinum í fimmta sæti eftir að hafa ógnað Massa á síðustu hringjunum. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, endaði sjötti. Romain lenti í samstuði við Paul di Resta á fyrsta hring og þurft að fara inn á viðgerðarsvæðið svo hann féll í síðasta sæti. Hann ók hins vegar listavel og komst í stigin. Di Resta þurfti að hætta keppni. Michael Schumacher á Mercedes ræsti þriðji en endaði aðeins sjöundi eftir að hafa átt erfitt með að halda í við keppinauta sína út úr beygjum. Nico Rosberg náði ekki viðunandi árangri og endaði fimmtándi. Bruno Senna fékk enn á ný það erfiða verkefni að halda uppi merkjum Williams-liðsins eftir að Pastor Maldonado gerði enn eina skissuna. Maldonado reyndi að fara fram úr Sergio Perez en það tókst ekki betur en svo en hann ók inn í hliðina á Sauber-bíl Perez. Perez varð að hætta keppni en Maldonado gat haldið áfram. Hann átti samt aldrei séns eftir það og endaði sextándi. Kamui Kobayashi, liðsfélagi Perez hjá Sauber, lenti í því óláni að aka á viðgerðamenn sína þegar hann kom inn í þjónustustopp. Án þess að aka of hratt staðsetti hann bílinn vitlaust með fyrrgreindum afleiðingum. Liðsmenn Sauber leituðu aðstoðar í sjúkraskýlinu en óvíst er hvort þeir séu beinbrotnir. Næsta mót verður í Þýskalandi þann 22. júlí. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Alonso ræsti kappaksturinn á ráspól og hafði forystu allan kappaksturinn þangað til Webber stal fyrsta sæti með yfirvegaðri árás á Spánverjann niður Wellington kaflann. Þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull og fjórði Felipe Massa á Ferrari. Þessi tvö lið virðast nú vera líklegust til sigurs þegar hugað er að heimsmeistaratitlinum. Það ringdi eldi og brennisteini í gær og á föstudag. Kappaksturinn sjálfur fór þó fram í þurru. McLaren-liðið hefði örugglega frekar viljað bleytuna og gerðu jafnvel ráð fyrir að það myndi rigna. Jenson Button ræsti átjándi en endaði tíundi með eitt stig. Lewis Hamilton ræsti áttundi og endaði í sama sæti. Kimi Raikkönen lauk kappastrinum í fimmta sæti eftir að hafa ógnað Massa á síðustu hringjunum. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, endaði sjötti. Romain lenti í samstuði við Paul di Resta á fyrsta hring og þurft að fara inn á viðgerðarsvæðið svo hann féll í síðasta sæti. Hann ók hins vegar listavel og komst í stigin. Di Resta þurfti að hætta keppni. Michael Schumacher á Mercedes ræsti þriðji en endaði aðeins sjöundi eftir að hafa átt erfitt með að halda í við keppinauta sína út úr beygjum. Nico Rosberg náði ekki viðunandi árangri og endaði fimmtándi. Bruno Senna fékk enn á ný það erfiða verkefni að halda uppi merkjum Williams-liðsins eftir að Pastor Maldonado gerði enn eina skissuna. Maldonado reyndi að fara fram úr Sergio Perez en það tókst ekki betur en svo en hann ók inn í hliðina á Sauber-bíl Perez. Perez varð að hætta keppni en Maldonado gat haldið áfram. Hann átti samt aldrei séns eftir það og endaði sextándi. Kamui Kobayashi, liðsfélagi Perez hjá Sauber, lenti í því óláni að aka á viðgerðamenn sína þegar hann kom inn í þjónustustopp. Án þess að aka of hratt staðsetti hann bílinn vitlaust með fyrrgreindum afleiðingum. Liðsmenn Sauber leituðu aðstoðar í sjúkraskýlinu en óvíst er hvort þeir séu beinbrotnir. Næsta mót verður í Þýskalandi þann 22. júlí.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira