Hamilton fljótastur þegar föstudagsæfingum lýkur Birgir Þór Harðarson skrifar 6. júlí 2012 14:53 Hamilton var fljótastur í vætunni í dag. McLaren-bíllin leit út fyrir að vera stöðugur miðað við hina. Ökumenn áttu stökustu vandræðum í gegnum hraðar beygjur Silverstone. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira