Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. júlí 2012 18:00 Stóra-Laxá býður upp á magnað umhverfi. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag. "Veiðimenn á svæði 1 & 2 í Stóru Laxá voru heldur ánægðir með fyrsta daginn á svæðinu. Mest voru þarna óvanir menn en þó komu fimm laxar upp á fyrsta degi (og hann ekki enn búinn)," segir á frétt á lax-a.is fyrr í dag. "Einn smálax var í aflanum en hinir voru stórlaxar. Fyrir utan þetta misttu þeir aðra fimm og einhverjir þeirra voru í þungavigtinni. Þeir urðu varir við laxa í Stuðlastrengjum, Laxárholti, Leirubakka og Kálfhagahyl svo einhverjir sé nefndir," segir á lax-a.is. Þá segir í annarri frétt á lax-a.is í dag að svæði IV í Stóru-Llaxá hafi opnað með flottum brag í gær og fimm 5 laxar komið á land fyrsta einn og hálfa daginn. "Fiskarnir komu upp á Pallinum, Bláhyl, Heimahyl,Hólmabreiðu og Spegill," segir í fréttinni þar sem ennfremur kemur fram að veiðimenn á svæði III í Stóru hafi að minnsta kosti verið komnir með einn lax á land fljótlega eftir byrjun í gær. Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Fín skilyrði fyrir ísdorg Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði
Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag. "Veiðimenn á svæði 1 & 2 í Stóru Laxá voru heldur ánægðir með fyrsta daginn á svæðinu. Mest voru þarna óvanir menn en þó komu fimm laxar upp á fyrsta degi (og hann ekki enn búinn)," segir á frétt á lax-a.is fyrr í dag. "Einn smálax var í aflanum en hinir voru stórlaxar. Fyrir utan þetta misttu þeir aðra fimm og einhverjir þeirra voru í þungavigtinni. Þeir urðu varir við laxa í Stuðlastrengjum, Laxárholti, Leirubakka og Kálfhagahyl svo einhverjir sé nefndir," segir á lax-a.is. Þá segir í annarri frétt á lax-a.is í dag að svæði IV í Stóru-Llaxá hafi opnað með flottum brag í gær og fimm 5 laxar komið á land fyrsta einn og hálfa daginn. "Fiskarnir komu upp á Pallinum, Bláhyl, Heimahyl,Hólmabreiðu og Spegill," segir í fréttinni þar sem ennfremur kemur fram að veiðimenn á svæði III í Stóru hafi að minnsta kosti verið komnir með einn lax á land fljótlega eftir byrjun í gær.
Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Fín skilyrði fyrir ísdorg Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði