Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2012 14:07 Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira