McLaren vongóðir en Vettel vonsvikinn Birgir Þór Harðarson skrifar 21. júlí 2012 20:45 Jenson Button náði ekki að nýta dekkin nægilega vel í tímatökunum og ræsir því sjötti. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað." Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað."
Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira