Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með því að komast áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið vann þá 3-0 sigur á Gomel frá Hvíta-Rússlandi. Liverpool fór áfram 4-0 samanlagt.
Fabio Borini skoraði fyrsta markið í leiknum á 21. mínútu eftir sendingu frá Luis Suarez en Borini skoraði þar með í sínum fyrsta leik á Anfield.
Fyrirliðinn Steven Gerrard bætti við öðru marki af stuttu færi rétt fyrir hálfleik og Glen Johnson innsiglaði sigurinn með þrumuskoti af löngu færi í seinni hálfleiknum.
Stewart Downing skoraði eina markið í fyrri leiknum en Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur því stýrt liðinu til sigurs í tveimur fyrstu alvöru leikjum sínum með stjóri félagsins.
Liverpool örugglega áfram eftir 3-0 sigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
