Björk Guðmundsdóttir hefur hafið samstarf við náttúrulífsmyndafrömuðinn David Attenborough um gerð heimildarmynda um sögu tónlistar. Þættirnir munu bera nafnið Eðli tónlistar (e. The Nature of Music) og verða sýndir á Channel 4 í Bretlandi, að því er fram kemur á vefjum breska blaðsins Guardian og hjá Hollywood Reporter.
Hugmyndin kviknaði út frá Biophilia-verkefni Bjarkar. Í þáttunum munu Björk og Attenborough kanna þróun tónlistar, bæði í sögu mannkyns og í samhengi við aðrar dýrategundir jarðar. Attenborough mun bæði ræða um eigið dálæti á tónlist og hlutverk tónlistar í lífi dýra á borð við hvali og fugla.
Hugmyndin kviknaði út frá Biophilia-verkefni Bjarkar. Í þáttunum munu Björk og Attenborough kanna þróun tónlistar, bæði í sögu mannkyns og í samhengi við aðrar dýrategundir jarðar. Attenborough mun bæði ræða um eigið dálæti á tónlist og hlutverk tónlistar í lífi dýra á borð við hvali og fugla.