Tíska og hönnun

Ítalía að missa tökin

Miuccia Prada.
Miuccia Prada. Mynd/AFP
Muiccia Prada, listrænn stjórnandi Prada-tískuhússins, segir að Ítalía eigi á hættu að missa stöðu sína sem eitt af leiðandi löndum í tískuheiminum.

Að undanförnu hefur sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa aukist og þannig eru Ítalir að missa yfirhöndina í tískuheiminum. Upprennandi tískuhönnuðir frá Ítalíu yfirgefa landið í von um að getað byrjað ferilinn annars staðar. Þekktasta dæmið er hönnuðurinn Raf Simons hjá Jil Sander sem færði sig yfir til Dior vegna þess að þá jókst virði hönnunarinnar.

„Tískuiðnaðurinn flytur sig þangað sem best er að vera," segir Prada en hún hélt sjálf Miu Miu-tískusýningu í París í staðinn fyrir í Mílanó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.