Lífsmark í Svartá á döpru sumri 29. ágúst 2012 11:06 Líkt og fildir um fleiri ár hefur Svartá löngum verið betri en í sumar. Mynd / Lax-á. Dálítið líf virðist vera í Svartá í Svartárdal þótt sumarið hafi verið gríðar dauft. Að því er segir á söluvef leigutakans Lax-ár fékk holl sem lauk veiðum í gær átta laxa. Á agn.is segir að þótt Svartá hafi verið með rólegasta móti í sumar hafi áðurnefnt holl fengið þessa átta laxa og misst fleiri að auki. "Mest líf var í Ármótum, Brúnarhyl og Rafstreng. Þessi veiði þykir nokkuð góð miðað við að kuldakast var fyrir norðan um helgina. Laxarnir voru á bilinu 65 – 89 sentímetra langir og voru allir vel haldnir. Þeim stærri sleppt eins og lög gera ráð fyrir," segir á agn.is. Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga höfðu 95 laxar veiðst í sumar í Svartá fyrir réttri viku síðan. Í fyrra var sumarveiðin alls 300 laxar og 572 laxar árið þar á undan.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Dálítið líf virðist vera í Svartá í Svartárdal þótt sumarið hafi verið gríðar dauft. Að því er segir á söluvef leigutakans Lax-ár fékk holl sem lauk veiðum í gær átta laxa. Á agn.is segir að þótt Svartá hafi verið með rólegasta móti í sumar hafi áðurnefnt holl fengið þessa átta laxa og misst fleiri að auki. "Mest líf var í Ármótum, Brúnarhyl og Rafstreng. Þessi veiði þykir nokkuð góð miðað við að kuldakast var fyrir norðan um helgina. Laxarnir voru á bilinu 65 – 89 sentímetra langir og voru allir vel haldnir. Þeim stærri sleppt eins og lög gera ráð fyrir," segir á agn.is. Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga höfðu 95 laxar veiðst í sumar í Svartá fyrir réttri viku síðan. Í fyrra var sumarveiðin alls 300 laxar og 572 laxar árið þar á undan.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði