Gamaldags byrjandaverk Ingo Hansen skrifar 27. ágúst 2012 20:00 Ingólfur Páll Matthíasson er 22 ára Akureyringur sem kallar sig Ingo Hansen. Ingólfur Páll Matthíasson er 22 ára Akureyringur sem kallar sig Ingo Hansen. Hann gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Walking Up The Wall. Öll lög og textar á plötunni eru eftir Ingó sjálfan, en það var Kristján Edelstein sem sá um útsetningar, upptökur og hljóðblöndun. Lögin hans Ingós sækja fast í rokkhefðina og uppstillingarnar af honum á plötuumslaginu vísa líka í stórvirki úr rokksögunni (Born to Run á bakhliðinni!) Það má segja að Ingó sé gamaldags bæði í tónlist og textum. Hann er efnilegur lagasmiður og það er greinilegt að hann gefur sig allan í verkefnið. Hann mætti samt alveg leggja meira í textana, þeir eru ekki upp á marga fiska. Útsetningar Kristjáns eru ágætar og það sama má segja um flutninginn. Þetta er ekki frumleg plata á nokkurn hátt, en hún er heiðarleg. Ingo Hansen er efnilegur höfundur og flytjandi. Hann á eflaust eftir að gera miklu betri plötu seinna á ferlinum. Trausti Júlíusson Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Ingólfur Páll Matthíasson er 22 ára Akureyringur sem kallar sig Ingo Hansen. Hann gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Walking Up The Wall. Öll lög og textar á plötunni eru eftir Ingó sjálfan, en það var Kristján Edelstein sem sá um útsetningar, upptökur og hljóðblöndun. Lögin hans Ingós sækja fast í rokkhefðina og uppstillingarnar af honum á plötuumslaginu vísa líka í stórvirki úr rokksögunni (Born to Run á bakhliðinni!) Það má segja að Ingó sé gamaldags bæði í tónlist og textum. Hann er efnilegur lagasmiður og það er greinilegt að hann gefur sig allan í verkefnið. Hann mætti samt alveg leggja meira í textana, þeir eru ekki upp á marga fiska. Útsetningar Kristjáns eru ágætar og það sama má segja um flutninginn. Þetta er ekki frumleg plata á nokkurn hátt, en hún er heiðarleg. Ingo Hansen er efnilegur höfundur og flytjandi. Hann á eflaust eftir að gera miklu betri plötu seinna á ferlinum. Trausti Júlíusson
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira