Þegar Helgi Mikael Jónasson starfsmaður Íslenska barsins í Pósthússtræti bað leikarann Ben Stiller um að stilla sér upp með sér á mynd í dag var það ekkert nema sjálfsagt mál af hálfu Hollywoodstjörnunnar.
Eins og sjá má á myndinni lítur leikarinn vel út. Hann stoppaði við á Hótel Borg og fékk sér síðan lífrænan bjór á Íslenska barnum.
