Úrhelli truflar æfingar í Belgíu Birgir Þór Harðarson skrifar 31. ágúst 2012 14:15 Framan af var það undantekning að ljósmyndararnir fengju að mynda bílana á ferð. Þeir voru heppnir að Schumacher ók á æfingu fyrir sitt 300. mót. nordicphotos/afp Rigning og rok settu strik í reikninginn á æfingum dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Enginn ók raunverulega tímatökuhringi á síðustu æfingunni þrátt fyrir að hafa sett opinbera hringtíma. Kamui Kobayashi á Sauber var fljótastur um Spa-brautina á æfingunni í morgun en meira var ekið á þeirri æfingu. Hringtímarnir eru þó ómarktækir því rigningin var svo mikil og ekki víst að ökumennirnir hafi raunverulega verið að reyna að aka hratt. Ekki er búist við rigningu á morgun þegar tímatakan fer fram. Það sama er uppi á teningnum á sunnudag þegar keppnin fer fram. Það er þó óráð að reiða sig um of á veðurspár í Adennafjöllum í Belgíu því eins og hér á Klakanum getur sólskin breyst í skúr á augabragði. Það er því von á spennandi tímatökum á morgun og keppnin á sunnudag verður alls ekki síðri. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rigning og rok settu strik í reikninginn á æfingum dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Enginn ók raunverulega tímatökuhringi á síðustu æfingunni þrátt fyrir að hafa sett opinbera hringtíma. Kamui Kobayashi á Sauber var fljótastur um Spa-brautina á æfingunni í morgun en meira var ekið á þeirri æfingu. Hringtímarnir eru þó ómarktækir því rigningin var svo mikil og ekki víst að ökumennirnir hafi raunverulega verið að reyna að aka hratt. Ekki er búist við rigningu á morgun þegar tímatakan fer fram. Það sama er uppi á teningnum á sunnudag þegar keppnin fer fram. Það er þó óráð að reiða sig um of á veðurspár í Adennafjöllum í Belgíu því eins og hér á Klakanum getur sólskin breyst í skúr á augabragði. Það er því von á spennandi tímatökum á morgun og keppnin á sunnudag verður alls ekki síðri.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira