Þrjár áberandi konur úr viðskiptalífinu hafa vakið eftirtekt fyrir hagsýni í ræktinni. Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir og Hrund Rudolfsdóttir deila nefnilega einkaþjálfara í World Class í Laugum á morgnana.
Birna er sem kunnugt er bankastjóri Íslandsbanka, Margrét er framkvæmdastjóri Pfaff og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnurekstri og Hrund er fyrrverandi yfirmaður hjá Milestone og nú hjá Marel. Þær stöllur ættu því að hafa um nóg að tala á milli æfinga.
- kg, - sh

