Bandaríski leikarinn Ben Stiller er staddur hér á landi við tökur á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty.
Leikarinn hefur verið iðinn við að birta myndir af sér á Twitter-síðu sinni og á einni myndinni virðist Stiller skarta trefli frá hönnuðinum Munda Vonda.
Hollywood-stjörnurnar virðast því ætla að leggja sitt af mörkum við að kynna umheiminum íslenska hönnun.
- sm
Stiller í Munda
