Jakob Frímann Magnússon hafði í nógu að snúast á laugardagskvöld.
Hann tróð upp á afmælistónleikum Stuðmanna en þegar blásið var til leikhlés hjá bandinu gat Jakob ekki kastað mæðinni, heldur þurfti hann að vinda sér yfir á lokahóf kvikmyndahátíðarinnar RIFF til að kynna verðlaunaafhendingu fyrir bestu norrænu kvikmyndatónlistina.
Það gerði hann með hatt á höfði í karakter Frímanns Flygenring úr Með allt á hreinu, áður en hann hljóp aftur í hlýjan faðm tónleikagestanna.
