Ísland í undankeppni HM í blaki í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 22:08 Mynd/Valli Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs. Íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs.
Íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira