Vettel efstur í titilbaráttunni eftir sigur í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 14. október 2012 09:28 Vettel var vel fagnað þegar hann steig upp úr bílnum í lok móts. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Vettel kom í mark á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Þetta var þriðji sigur Vettels í röð en hann náði forystunni strax á fyrsta hring. Vettel var ekki ógnað eftir það. Fernando Alonso skilaði Ferrari-bíl sínum heim í þriðja sætið. Það dugði hins vegar ekki til að halda forystu í stigabaráttunni sem var fyrir mótið fjögur stig. Alonso er nú sex stigum á eftir heimsmeistaranum unga. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði á undan Kimi Raikkönen hjá Lotus. Massa var á fljúgandi siglingu í keppninni og sótti á Alonso. Hann fékk þó skilaboð um að halda sinni stöðu og eyðileggja ekki fyrir Alonso. Romain Grosjean, einnig hjá Lotus, varð sjöundi og olli ekki usla í ræsingunni eins og margir höfðu veðjað á. McLaren-bílarnir voru í mesta basli. Jenson Button féll úr leik strax í byrjun og Lewis Hamilton lauk kappakstrinum í tíunda sæti og sótti síðasta stigið í boði. Margir höfðu trúað að McLaren-liðið myndi veita Red Bull hörðustu samkeppnina um heimsmeistratitilinn en það hefur ekki orðið raunin. Nico Hulkenberg hjá Force India ók frábærlega og skilaði bílnum heim í sjötta sæti. Toro Rosso-ökumennirnir, Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo, voru einnig í miklu stuði og kláruðu í áttunda og níunda sæti. Næst verður keppt á Indlandi eftir tvær vikur. Úrslit mótsins í Kóreu Nr.ÖkumaðurBíll / VélHringirTímiBið1Sebastian VettelRed Bull/Renault551:36'28.6512Mark WebberRed Bull/Renault551:36'36.8828.2313Fernando AlonsoFerrari551:36'42.59513.9444Felipe MassaFerrari551:36'48.81920.1685Kimi RäikkönenLotus/Renault551:37'05.39036.7396Nico HülkenbergForce India/Mercedes551:37'13.95245.3017Romain GrosjeanLotus/Renault551:37'23.46354.8128Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari551:37'38.2401'09.5899Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari551:37'40.4381'11.78710Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes551:37'48.3431'19.69211Sergio PérezSauber/Ferrari551:37'48.7131'20.06212Paul Di RestaForce India/Mercedes551:37'53.0991'24.44813M.SchumacherMercedes551:37'57.8921'29.24114Pastor MaldonadoWilliams/Renault551:38'03.5751'34.92415Bruno SennaWilliams/Renault551:38'05.5531'36.90216Vitaly PetrovCaterham/Renault541:37'31.4171 Lap17H.KovalainenCaterham/Renault541:37'42.1371 Lap18Timo GlockMarussia/Cosworth541:37'52.7501 Lap19Charles PicMarussia/Cosworth531:36'31.3652 Laps20N.KarthikeyanHRT/Cosworth531:37'51.9102 LapsPedro de la RosaHRT/Cosworth1629'49.468Kamui KobayashiSauber/Ferrari1630'47.332Nico RosbergMercedes11'58.108Jenson ButtonMcLaren/Mercedes0 Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Vettel kom í mark á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Þetta var þriðji sigur Vettels í röð en hann náði forystunni strax á fyrsta hring. Vettel var ekki ógnað eftir það. Fernando Alonso skilaði Ferrari-bíl sínum heim í þriðja sætið. Það dugði hins vegar ekki til að halda forystu í stigabaráttunni sem var fyrir mótið fjögur stig. Alonso er nú sex stigum á eftir heimsmeistaranum unga. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði á undan Kimi Raikkönen hjá Lotus. Massa var á fljúgandi siglingu í keppninni og sótti á Alonso. Hann fékk þó skilaboð um að halda sinni stöðu og eyðileggja ekki fyrir Alonso. Romain Grosjean, einnig hjá Lotus, varð sjöundi og olli ekki usla í ræsingunni eins og margir höfðu veðjað á. McLaren-bílarnir voru í mesta basli. Jenson Button féll úr leik strax í byrjun og Lewis Hamilton lauk kappakstrinum í tíunda sæti og sótti síðasta stigið í boði. Margir höfðu trúað að McLaren-liðið myndi veita Red Bull hörðustu samkeppnina um heimsmeistratitilinn en það hefur ekki orðið raunin. Nico Hulkenberg hjá Force India ók frábærlega og skilaði bílnum heim í sjötta sæti. Toro Rosso-ökumennirnir, Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo, voru einnig í miklu stuði og kláruðu í áttunda og níunda sæti. Næst verður keppt á Indlandi eftir tvær vikur. Úrslit mótsins í Kóreu Nr.ÖkumaðurBíll / VélHringirTímiBið1Sebastian VettelRed Bull/Renault551:36'28.6512Mark WebberRed Bull/Renault551:36'36.8828.2313Fernando AlonsoFerrari551:36'42.59513.9444Felipe MassaFerrari551:36'48.81920.1685Kimi RäikkönenLotus/Renault551:37'05.39036.7396Nico HülkenbergForce India/Mercedes551:37'13.95245.3017Romain GrosjeanLotus/Renault551:37'23.46354.8128Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari551:37'38.2401'09.5899Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari551:37'40.4381'11.78710Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes551:37'48.3431'19.69211Sergio PérezSauber/Ferrari551:37'48.7131'20.06212Paul Di RestaForce India/Mercedes551:37'53.0991'24.44813M.SchumacherMercedes551:37'57.8921'29.24114Pastor MaldonadoWilliams/Renault551:38'03.5751'34.92415Bruno SennaWilliams/Renault551:38'05.5531'36.90216Vitaly PetrovCaterham/Renault541:37'31.4171 Lap17H.KovalainenCaterham/Renault541:37'42.1371 Lap18Timo GlockMarussia/Cosworth541:37'52.7501 Lap19Charles PicMarussia/Cosworth531:36'31.3652 Laps20N.KarthikeyanHRT/Cosworth531:37'51.9102 LapsPedro de la RosaHRT/Cosworth1629'49.468Kamui KobayashiSauber/Ferrari1630'47.332Nico RosbergMercedes11'58.108Jenson ButtonMcLaren/Mercedes0
Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira