Maðurinn sem sagði nei við sterunum og hætti frekar að hjóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2012 23:30 Scott Mercier sést hér lengst til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier. Íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier.
Íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira