Textinn átti alls ekki heima með stubbaþættinum, eins og gefur að skilja. Um var að ræða texta úr þættinum Sopranos sem fjallar um mafíufjölskyldu og baráttu hennar við lífið og tilveruna. Atriðið sem textinn er úr snýst um það þegar Christopher Moltisant, einn úr fjölskyldunni, mætir á fund móður sinnar, unnustu og fleiri kunningja sem hafa áhyggjur af því að fíkniefnin séu að bera hann ofurliði.
Christopher mun hafa nýlega drepið hundinn sinn með því að setjast á hann þegar hann var undir áhrifum fíkniefna. Þá hafi hann verið undir áhrifum þegar líkvaka fór fram yfir gamalli konu.
Hér fyrir neðan sést atriðið úr Sopranos sem hefði átt að vera textað í stað Stubbaþáttarins.