Þrír meðlimir Lynyrd Skynyrd létust í mannskæðu flugslysi 22. október 2012 13:05 Þennan dag fyrir réttum 35 árum, hinn 20. október árið 1977, fórst flugvél í skóglendi í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Sex létust, þar á meðal þrír meðlimir rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, sem hafði tekið Bandaríkin með trompi með lögum eins og Free Bird og ofursmellinum sígilda Sweet Home Alabama. Ronnie Van Zant, Bob Burns, Gary Rossington, Allen Collins og Larry Junstrom, gagnfræðaskólavinir frá Flórída, höfðu stofnað sveitina árið 1964 undir nafninu My Backyard en ekki orðið mikið ágengt á landsvísu. Það breyttist árið 1973, skömmu eftir að þeir tóku upp nafnið Lynyrd Skynyrd, sem er afbökun á nafni gamla leikfimikennarans þeirra Leonards Skinner. Skynyrd gaf þetta ár út plötu og lagið Free Bird sló í gegn. Ári síðar kom platan Second Helping, þar sem Sweet Home Alabama var að finna. Skynyrd hafði þar tekið afgerandi forystu í svokölluðu Suðurríkjarokki og naut mikilla vinsælda. Á tónleikaferð árið 1977, þar sem systkinin Cassie og Steve Gaines höfðu skömmu áður gengið til liðs við sveitina, voru þau á leið frá Suður-Karólínu til Louisiana í leiguflugvél. Vélin fór allt í einu að missa flugið þar sem eldsneytisbirgðirnar þraut og loks hrapaði hún til jarðar. Gaines-systkinin og aðalsöngvarinn, Van Zant, létust ásamt aðstoðarrótara, flugmanni og flugstjóra en tuttugu lifðu af. Orsakir slyssins voru síðar raknar til mistaka hjá áhöfninni. Sagan segir að Aerosmith hafi sumarið áður íhugað að leigja flugvélina en litist illa á áhöfnina. Skynyrd var endurlífguð árið 1987, þar sem fimm af þeim sem komust lífs af voru meðal meðlima, og er hún enn í dag að spila fyrir aðdáendur sína og gaf meðal annars út sína fjórtándu breiðskífu í ár. - þj Heimild: History.com Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þennan dag fyrir réttum 35 árum, hinn 20. október árið 1977, fórst flugvél í skóglendi í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Sex létust, þar á meðal þrír meðlimir rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, sem hafði tekið Bandaríkin með trompi með lögum eins og Free Bird og ofursmellinum sígilda Sweet Home Alabama. Ronnie Van Zant, Bob Burns, Gary Rossington, Allen Collins og Larry Junstrom, gagnfræðaskólavinir frá Flórída, höfðu stofnað sveitina árið 1964 undir nafninu My Backyard en ekki orðið mikið ágengt á landsvísu. Það breyttist árið 1973, skömmu eftir að þeir tóku upp nafnið Lynyrd Skynyrd, sem er afbökun á nafni gamla leikfimikennarans þeirra Leonards Skinner. Skynyrd gaf þetta ár út plötu og lagið Free Bird sló í gegn. Ári síðar kom platan Second Helping, þar sem Sweet Home Alabama var að finna. Skynyrd hafði þar tekið afgerandi forystu í svokölluðu Suðurríkjarokki og naut mikilla vinsælda. Á tónleikaferð árið 1977, þar sem systkinin Cassie og Steve Gaines höfðu skömmu áður gengið til liðs við sveitina, voru þau á leið frá Suður-Karólínu til Louisiana í leiguflugvél. Vélin fór allt í einu að missa flugið þar sem eldsneytisbirgðirnar þraut og loks hrapaði hún til jarðar. Gaines-systkinin og aðalsöngvarinn, Van Zant, létust ásamt aðstoðarrótara, flugmanni og flugstjóra en tuttugu lifðu af. Orsakir slyssins voru síðar raknar til mistaka hjá áhöfninni. Sagan segir að Aerosmith hafi sumarið áður íhugað að leigja flugvélina en litist illa á áhöfnina. Skynyrd var endurlífguð árið 1987, þar sem fimm af þeim sem komust lífs af voru meðal meðlima, og er hún enn í dag að spila fyrir aðdáendur sína og gaf meðal annars út sína fjórtándu breiðskífu í ár. - þj Heimild: History.com
Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira