Raikkönen þarf frelsi til að blómstra Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 20:00 Kimi veit nákvæmlega hvað hann er að gera um borð í Formúlu 1-bíl. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira