Hamilton: Vettel er heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1 Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 16:37 Vettel gat vel fagnað þriðja sætinu í Abu Dhabi enda gríðarlegt afrek að byrja aftastur og enda á verðlaunapalli. mynd/ap Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira