Alonso minnkaði forskot Vettels í tíu stig Birgir Þór Harðarson skrifar 4. nóvember 2012 15:09 Kimi Raikkönen vann sinn fyrsta sigur síðan í Belgíu árið 2009. nordicphotos/afp Lotus-ökuþórinn Kimi Raikkönen vann kappaksturinn í Abu Dhabi í dag. Þetta er fyrsti sigur Raikkönen síðan hann snéri aftur í Formúlu 1 í ár. Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu en endaði þriðji. Fernando Alonso minnkaði forskot Vettels í stigakeppni ökuþóra úr 13 stigum í eitt. Alonso lauk mótinu í öðru sæti og er búinn að gera síðustu tvö mót tímabilsins frábær fyrirfram. Lewis Hamilton leiddi mótið af ráspól til að byrja með en varð að hætta keppni vegna vélarbilunar. Kimi erfði fyrsta sætið og hélt því til enda. Kimi ók frábærlega í kappakstrinum og var orðinn svolítið pirraður á liðsfélögum sínum sem minntu hann á mikilvæga hluti. "Ég veit hvað ég er að gera," var svarið frá Kimi. Jenson Button ók McLaren bílnum í fjórða sæti í Abu Dhabi. Þeir Vettel háðu einvígi um þriðja sætið, sem Vettel stal svo undir lok mótsins. Sjö ökumenn náðu ekki að klára mótið. Nico Rosberg ók Mercedes-bíl sínum yfir HRT-bíl Narain Karthikeyan svo öryggisbílinn varð að koma út á brautina. Mark Webber ók svo utan í Romain Grosjean svo báðir urðu að hætta keppni. Fimmti varð Pastor Maldonado á Williams. Hann blandaði sér í toppbaráttuna til að byrja með en náði ekki að halda í við stóru strákana. Kamui Kobayashi á Sauber varð sjötti, Felipe Massa varð sjöundi og Bruno Senna áttundi. Næst verður keppt í Texas í Bandaríkjunum eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lotus-ökuþórinn Kimi Raikkönen vann kappaksturinn í Abu Dhabi í dag. Þetta er fyrsti sigur Raikkönen síðan hann snéri aftur í Formúlu 1 í ár. Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu en endaði þriðji. Fernando Alonso minnkaði forskot Vettels í stigakeppni ökuþóra úr 13 stigum í eitt. Alonso lauk mótinu í öðru sæti og er búinn að gera síðustu tvö mót tímabilsins frábær fyrirfram. Lewis Hamilton leiddi mótið af ráspól til að byrja með en varð að hætta keppni vegna vélarbilunar. Kimi erfði fyrsta sætið og hélt því til enda. Kimi ók frábærlega í kappakstrinum og var orðinn svolítið pirraður á liðsfélögum sínum sem minntu hann á mikilvæga hluti. "Ég veit hvað ég er að gera," var svarið frá Kimi. Jenson Button ók McLaren bílnum í fjórða sæti í Abu Dhabi. Þeir Vettel háðu einvígi um þriðja sætið, sem Vettel stal svo undir lok mótsins. Sjö ökumenn náðu ekki að klára mótið. Nico Rosberg ók Mercedes-bíl sínum yfir HRT-bíl Narain Karthikeyan svo öryggisbílinn varð að koma út á brautina. Mark Webber ók svo utan í Romain Grosjean svo báðir urðu að hætta keppni. Fimmti varð Pastor Maldonado á Williams. Hann blandaði sér í toppbaráttuna til að byrja með en náði ekki að halda í við stóru strákana. Kamui Kobayashi á Sauber varð sjötti, Felipe Massa varð sjöundi og Bruno Senna áttundi. Næst verður keppt í Texas í Bandaríkjunum eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira