Stebbi og Högni með plötu

Útgáfufyrirtæki Stebba Bongó úr GusGus, Radio Bongo, hefur sent frá sér skífuna Tempest. Um er að ræða samstarfsverkefni Högna Egilssonar og Stebba Bongó sem heitir réttu nafni Stephan Stephensen. Högni gekk einmitt við liðs við GusGus fyrir síðustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse, og eftir það ákváðu þeir Stebbi að starfa saman að þessu áhugaverða hliðarverkefni.