Hamilton og Vettel fljótastir í Abu Dhabi Birgir Þór Harðarson skrifar 2. nóvember 2012 17:30 Hamilton var alveg mjög fljótur á fyrri æfingunni. nordicphotos/afp Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira