Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi Birgir Þór Harðarson skrifar 29. nóvember 2012 06:00 Hamilton (til vinstri) og Button. Nordicphotos/Getty Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira