Ísland mun eiga þrjá keppendur á Heimsmeistaramótinu í karate sem fer fram 21. til 25.nóvember næstkomandi í París í Frakklandi. Þetta eru þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir en þær urðu saman Norðurlandameistarar í hópkata í apríl síðastliðnum.
Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Íslandsmeistari í karate, er sú eina sem mun keppa í einstaklingskata á HM en hver þjóð má einungis senda inn einn keppanda í hvern keppnisflokk. Aðalheiður Rósa keppir á miðvikudaginn.
Á fimmtudaginn fer svo fram Hópkata en úrslit í öllum flokkum fara svo fram 24. til 25.nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir inn keppendur í liðakeppni á Heimsmeistaramóti. Með í för er einnig landsliðsþjálfarinn í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson.
Þrjár íslenskar karatekonur á leið á HM í París
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



