Krakkarnir í Of Monsters and Men héldu af stað í enn eitt tónleikaferðalagið eftir að þau spiluðu á Kex-Hosteli á Íslandi á Iceland Airwaves-hátíðinni-nú til Norður-Ameríku, þar sem þau hafa þegar slegið rækilega í gegn.
Fyrir ferðalagið var höggvið skarð í raðir þeirra, því að hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson er hættur í sveitinni og það dugði ekkert minna en maður með reynslu í hans stað.
Sá er enginn annar en Steingrímur Karl Teague, söngvari og hljómborðsleikari Moses Hightower, sem spilar með þeim á Ameríku túrnum og svo er bara að sjá hvað setur í framhaldinu.
-fb, sh
