Lýtalæknirinn Ottó Guðjónsson og fjölskylda hans eiga þetta glæsilega sumarhús sem skoða má á myndunum. Sumarhúsið, er til umfjöllunar á arkitektarsíðunni Architizer.com og fær góða dóma fyrir hlýleika, einfaldleika og ekki síður umhverfisvæna hönnun. Arkitektarnir og hjónin Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir sem reka saman arkitektastofuna Minarc hönnuðu sumarhúsið en þau eru búsett í Los Angeles.