Lífið

Elísabet Ásberg opnar sýningu í dag

Listakonan Elísabet Ásberg opnar sýningu í dag klukkan 15:00 í Gallerí Fold á Rauðarárstig 14, sem stendur yfir til 23. desember, gaf sér tíma til að spjalla við Lífið á milli þess sem hún var upptekin við að undibúa opnunina í dag.

"Ég er mjög sátt og ánægð að vera loksins búin að setja sýninguna saman. Ég hef ekki haldið einkasýningu síðan árið 2005. Sú sýning gekk vel þar sem ég seldi öll verkin," segir Elísabet.

"Á sýningunni mun ég sýna verk sem ég hef verið að vinna síðastliðið ár. Ég er aðeins að breyta og margt nýtt að fæðast. Það er svo góð tilfinning. Verkin eru frekar í stærri kantinum en svo er ég líka með lítil verk sem eru tilvalin til að gefa ástinni eða góðum vini. Þær eru allar með fallegum setningum eins og "Ást er…að vera samferða þér" og "Kæleikur er tilgangur lífsins" og framveigis."

"Ég vonast til að sjá ykkur öll. Gleðilega hátíð," segir Elísabet áður en kvatt er.

Heimasíða Elísabetar.

Elísabet opnar sýningu í Gallerí Fold í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.