Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:15 Þessir eru af öllum líkindum á leið til Tyrklands. nordicphotos/afp Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00