Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2012 19:29 Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira