Það getur margt fallegt komið út úr gömlum efnisbútum, borðum og böndum sem til eru á heimilinu ef hugmyndaflugið fær að njóta sín. Sem dæmi getur verið sniðugt að nota dagblöð sem jólapappír og skreyta með silkiborðum. Skemmtilegur kontrast það.
Njóttu þín í innpökkuninni þessi jólin og komdu vinum og ættingjum á óvart með frumleika. Gangi þér vel!






