Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt 22. desember 2012 11:30 Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. Mennirnir voru handteknir á Suðurlandi annar í heimahúsi en hinn í strætó. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu sem stýrir leitinni. „Við erum búin að vera að eltast við mjög margar vísbendingar og erum búin að loka mörgum lausum endum en í gær þá voru tveir handteknir í tengslum við rannsókn málsins, í gærkvöldi, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt." Mennirnir eru kunningjar Matthíasar. „Við vorum búin að fá ábendingar um að þeir gætu vitað eitthvað um flóttann og væru hugsanlega tengdir honum Matthíasi og vissu eitthvað um málið." Reyndist það ekki vera rétt? „Nei það var allavega ekki til ástæða til að halda þeim frekar," segir hann. Arnar segir enn hverfandi líkur taldar á því að Matthías hafi farið úr landi. Þið teljið ekki að hann geti hafa farið sér að voða? „Það er í rauninni ekkert útilokað í þeim efnum." Hvernig verður leitinni háttað í dag hjá ykkur? „Það verður áfram verið að eltast við vísbendingar. Við erum reyndar búin að svara fyrir, sem sagt að loka mörgum lausum endum, og kanna hérna kanna flest allar vísbendingar sem við höfum fengið, þannig að við erum í rauninni, hvað á ég að segja, við höfum eftir litlu að fara. Það hefur í rauninni fækkað þeim slóðum sem við getum verið að rekja." Hverju gangið þið út frá núna eins og staðan er? „Við erum ennþá bara sem sagt að eltast við vísbendingar en við erum náttúrulega búin að þrengja þetta svolítið mikið en satt að segja þá erum við bara svolítið blankir eins og er," segir hann. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. Mennirnir voru handteknir á Suðurlandi annar í heimahúsi en hinn í strætó. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu sem stýrir leitinni. „Við erum búin að vera að eltast við mjög margar vísbendingar og erum búin að loka mörgum lausum endum en í gær þá voru tveir handteknir í tengslum við rannsókn málsins, í gærkvöldi, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt." Mennirnir eru kunningjar Matthíasar. „Við vorum búin að fá ábendingar um að þeir gætu vitað eitthvað um flóttann og væru hugsanlega tengdir honum Matthíasi og vissu eitthvað um málið." Reyndist það ekki vera rétt? „Nei það var allavega ekki til ástæða til að halda þeim frekar," segir hann. Arnar segir enn hverfandi líkur taldar á því að Matthías hafi farið úr landi. Þið teljið ekki að hann geti hafa farið sér að voða? „Það er í rauninni ekkert útilokað í þeim efnum." Hvernig verður leitinni háttað í dag hjá ykkur? „Það verður áfram verið að eltast við vísbendingar. Við erum reyndar búin að svara fyrir, sem sagt að loka mörgum lausum endum, og kanna hérna kanna flest allar vísbendingar sem við höfum fengið, þannig að við erum í rauninni, hvað á ég að segja, við höfum eftir litlu að fara. Það hefur í rauninni fækkað þeim slóðum sem við getum verið að rekja." Hverju gangið þið út frá núna eins og staðan er? „Við erum ennþá bara sem sagt að eltast við vísbendingar en við erum náttúrulega búin að þrengja þetta svolítið mikið en satt að segja þá erum við bara svolítið blankir eins og er," segir hann.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira