Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson er ófundinn þrátt fyrir mikla leit að honum í gær.
Meðal annars bárust vísbendingar um að hann gæti veri á ferð á Akranesi, og var heimafólki brugðið þegar það kvisaðist út. Ábendingarnar reyndust þó ekki á rökum reistar því viðkomandi reyndist vera allt annar maður.
Grannt er fylgst með farþegum, sem fara frá landinu um Leifsstöð, en hann skyldi reyna að strjúka úr landi.