Spennandi klækjaflækja Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. janúar 2012 16:00 Bíó. Tinker Tailor Soldier Spy. Leikstjórn: Tomas Alfredson. Leikarar: Gary Oldman, Colin Firth, Tom Hardy, John Hurt, Toby Jones, Mark Strong, Benedict Cumberbatch, Ciarán Hinds. Njósnir á dögum kalda stríðsins eru umfjöllunarefni myndarinnar Tinker Tailor Soldier Spy, en sögusvið myndarinnar er Bretland á fyrri hluta 8. áratugarins. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir John le Carré og þótti á sínum tíma afar ferskt framlag til njósnabókmenntanna, og nú hefur sænski leikstjórinn Tomas Alfredson komið sögunni á tjaldið hvíta. Búningameistarar og leikmyndasmiðir hafa svo sannarlega unnið fyrir laununum sínum hér, og endursköpun tíðarandans fær fullt hús stiga. Leikstjórnin er að sama skapi af gamla skólanum og eins brjálæðislega og það kann að hljóma, þá geng ég svo langt að segja suma leikarana hafa andlitsfall sem margir höfðu árið 1974 en fáir hafa í dag. Ástæðulaust er að tíunda frammistöðu leikaranna sérstaklega. Nóg er að renna auga yfir leikhópinn til þess að vita upp á hár hvers megnugur hann er. Þrátt fyrir spennandi sögufléttu verður að segjast að handritið er veiki hlekkur myndarinnar. Persónur eru margar og myndin flakkar til og frá í tíma en útfærslan er ekki nægilega góð. Á köflum virkar sagan ruglingsleg og um stund hélt ég að þessi hversdagslega spennumynd væri vitsmunalegur ofjarl minn. Við nánari athugun reyndist svo ekki vera, heldur of miklu troðið á of fáar blaðsíður. Áhorfandi myndarinnar hefur ekki forréttindi þess sem las skáldsöguna og gat lesið sömu málsgreinina tvisvar ef hann náði ekki innihaldinu í fyrsta sinn. Flókin fléttan fór þó að skýrast betur undir lokin og burt séð frá öllu er njósnaheimur Tinker Tailor Soldier Spy virkilega heillandi og ég held ég myndi jafnvel njóta hennar betur í annað sinn. Niðurstaða: Spennandi mynd eftir gamalli uppskrift „paranojumynda" 8. áratugarins. Handrit dregur þó á köflum niður góða sögu. Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó. Tinker Tailor Soldier Spy. Leikstjórn: Tomas Alfredson. Leikarar: Gary Oldman, Colin Firth, Tom Hardy, John Hurt, Toby Jones, Mark Strong, Benedict Cumberbatch, Ciarán Hinds. Njósnir á dögum kalda stríðsins eru umfjöllunarefni myndarinnar Tinker Tailor Soldier Spy, en sögusvið myndarinnar er Bretland á fyrri hluta 8. áratugarins. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir John le Carré og þótti á sínum tíma afar ferskt framlag til njósnabókmenntanna, og nú hefur sænski leikstjórinn Tomas Alfredson komið sögunni á tjaldið hvíta. Búningameistarar og leikmyndasmiðir hafa svo sannarlega unnið fyrir laununum sínum hér, og endursköpun tíðarandans fær fullt hús stiga. Leikstjórnin er að sama skapi af gamla skólanum og eins brjálæðislega og það kann að hljóma, þá geng ég svo langt að segja suma leikarana hafa andlitsfall sem margir höfðu árið 1974 en fáir hafa í dag. Ástæðulaust er að tíunda frammistöðu leikaranna sérstaklega. Nóg er að renna auga yfir leikhópinn til þess að vita upp á hár hvers megnugur hann er. Þrátt fyrir spennandi sögufléttu verður að segjast að handritið er veiki hlekkur myndarinnar. Persónur eru margar og myndin flakkar til og frá í tíma en útfærslan er ekki nægilega góð. Á köflum virkar sagan ruglingsleg og um stund hélt ég að þessi hversdagslega spennumynd væri vitsmunalegur ofjarl minn. Við nánari athugun reyndist svo ekki vera, heldur of miklu troðið á of fáar blaðsíður. Áhorfandi myndarinnar hefur ekki forréttindi þess sem las skáldsöguna og gat lesið sömu málsgreinina tvisvar ef hann náði ekki innihaldinu í fyrsta sinn. Flókin fléttan fór þó að skýrast betur undir lokin og burt séð frá öllu er njósnaheimur Tinker Tailor Soldier Spy virkilega heillandi og ég held ég myndi jafnvel njóta hennar betur í annað sinn. Niðurstaða: Spennandi mynd eftir gamalli uppskrift „paranojumynda" 8. áratugarins. Handrit dregur þó á köflum niður góða sögu.
Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira