Greiðari leið til lífgjafar eftir andlát Steinunn Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Allmörg nýru úr lifandi gjöfum eru grædd í Íslendinga ár hvert. Vegna þessarar gjafmildi á annað nýra sitt til nákominna fjölskyldumeðlima hefur fjöldi fólks öðlast möguleika til verulega aukinna lífsgæða. Hér hefur hins vegar ekki skapast hefð fyrir því að gefa líffæri eftir andlát þó það hafi verið heimilt lögum samkvæmt í meira en 20 ár þótt ekki sé það óþekkt að líffæri séu gefin úr látnum Íslendingum. Sömuleiðis fá allnokkrir Íslendingar líffæri úr látnum gjöfum ár hvert en íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa verið í samstarfi við sjúkrahús á Norðurlöndum vegna líffæraígræðslna. Ígrætt líffæri hefur bæði bjargað mörgum mannslífum og aukið til muna lífsgæði fólks. Slíkar aðgerðir heppnast stöðugt betur og mikil eftirspurn er eftir líffærum. Framboð líffæra nær þó engan veginn að svara eftirspurn þannig að fjöldamargir bíða á hverjum tíma nýs líffæris og því miður lifa ekki allir þann dag að fá nýtt líffæri. Siv Friðleifsdóttir, þingkona og fyrrum heilbrigðisráðherra, fer nú fyrir hópi 18 þingmanna úr öllum flokkum sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela velferðarráðherra að láta semja frumvarp til laga þar sem gert er ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjafir í stað ætlaðrar neitunar eins og nú er raunin í lögum. Með því að gera fyrir fram ráð fyrir samþykki við líffæragjöf fremur en neitun er fetað í fótspor ýmissa ríkja svo sem Noregs, Svíþjóðar og Finnlands en flutningsmenn tillögunnar leggja til að farið verði að dæmi þessara þjóða hvað varðar möguleika ættingja til að hafna líffæragjöf. Engu að síður er það mikilvægur viðsnúningur á grundvallarsýn laganna að ætla manni það fyrirfram að hann vilji koma náunga sínum til hjálpar með því að gefa heilbrigt líffæri sem að öðrum kosti kæmi engum að gagni. Lagasetning sem gengur út frá þessari afstöðu á að geta greitt mjög fyrir líffæragjöfum. Sömuleiðis má gera ráð fyrir að breytt lagasetning stuðli að mikilvægri umræðu innan fjölskyldna um hug fólks til líffæragjafar. Ætla verður að þingsályktunartillaga Sivjar og félaga hljóti jákvæða meðferð þingsins þannig að hægt verði að breyta lagasetningunni sem allra fyrst. Með því að ganga út frá að látinn einstaklingur kjósi að láta líffæri sitt koma öðrum einstaklingi að gagni ef mögulegt er, er stigið skref í átt til framfara. Slík lagasetning getur ekki aðeins aukið lífsgæði fjölda fólks heldur beinlínis bjargað mannslífum. Til þess að breytt lagasetning nýtist sem allra best er einnig mikilvægt að efna til umræðna í fjölskyldum um afstöðu til líffæragjafar. Það greiðir verulega fyrir ákvarðanatöku ástvina á sorgarstundu að þeim sé kunnugt um hver afstaða hins látna ástvinar hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Allmörg nýru úr lifandi gjöfum eru grædd í Íslendinga ár hvert. Vegna þessarar gjafmildi á annað nýra sitt til nákominna fjölskyldumeðlima hefur fjöldi fólks öðlast möguleika til verulega aukinna lífsgæða. Hér hefur hins vegar ekki skapast hefð fyrir því að gefa líffæri eftir andlát þó það hafi verið heimilt lögum samkvæmt í meira en 20 ár þótt ekki sé það óþekkt að líffæri séu gefin úr látnum Íslendingum. Sömuleiðis fá allnokkrir Íslendingar líffæri úr látnum gjöfum ár hvert en íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa verið í samstarfi við sjúkrahús á Norðurlöndum vegna líffæraígræðslna. Ígrætt líffæri hefur bæði bjargað mörgum mannslífum og aukið til muna lífsgæði fólks. Slíkar aðgerðir heppnast stöðugt betur og mikil eftirspurn er eftir líffærum. Framboð líffæra nær þó engan veginn að svara eftirspurn þannig að fjöldamargir bíða á hverjum tíma nýs líffæris og því miður lifa ekki allir þann dag að fá nýtt líffæri. Siv Friðleifsdóttir, þingkona og fyrrum heilbrigðisráðherra, fer nú fyrir hópi 18 þingmanna úr öllum flokkum sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela velferðarráðherra að láta semja frumvarp til laga þar sem gert er ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjafir í stað ætlaðrar neitunar eins og nú er raunin í lögum. Með því að gera fyrir fram ráð fyrir samþykki við líffæragjöf fremur en neitun er fetað í fótspor ýmissa ríkja svo sem Noregs, Svíþjóðar og Finnlands en flutningsmenn tillögunnar leggja til að farið verði að dæmi þessara þjóða hvað varðar möguleika ættingja til að hafna líffæragjöf. Engu að síður er það mikilvægur viðsnúningur á grundvallarsýn laganna að ætla manni það fyrirfram að hann vilji koma náunga sínum til hjálpar með því að gefa heilbrigt líffæri sem að öðrum kosti kæmi engum að gagni. Lagasetning sem gengur út frá þessari afstöðu á að geta greitt mjög fyrir líffæragjöfum. Sömuleiðis má gera ráð fyrir að breytt lagasetning stuðli að mikilvægri umræðu innan fjölskyldna um hug fólks til líffæragjafar. Ætla verður að þingsályktunartillaga Sivjar og félaga hljóti jákvæða meðferð þingsins þannig að hægt verði að breyta lagasetningunni sem allra fyrst. Með því að ganga út frá að látinn einstaklingur kjósi að láta líffæri sitt koma öðrum einstaklingi að gagni ef mögulegt er, er stigið skref í átt til framfara. Slík lagasetning getur ekki aðeins aukið lífsgæði fjölda fólks heldur beinlínis bjargað mannslífum. Til þess að breytt lagasetning nýtist sem allra best er einnig mikilvægt að efna til umræðna í fjölskyldum um afstöðu til líffæragjafar. Það greiðir verulega fyrir ákvarðanatöku ástvina á sorgarstundu að þeim sé kunnugt um hver afstaða hins látna ástvinar hefur verið.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun