Gabríel með stjörnuhröp 3. febrúar 2012 09:00 Gabríel, Opee og Valdimar hafa sent frá sér lagið Stjörnuhröp. Mynd/Snorri Hertervig Lagið Stjörnuhröp er komið út. Það er hugarfóstur dularfulls tónlistarmanns sem vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi um árin en fetar nú nýjar slóðir undir listamannsnafninu Gabríel. Með laginu er kynnt til sögunnar nýtt afl í íslensku hipphoppi. Gabríel fékk til liðs við sig söngvarann Valdimar Guðmundsson og rapparann Opee sem saman setja svip sinn á lagið. Opee er meðlimur O.N.E. og hefur auk þess unnið með mörgum af helstu hipphoppsveitum landsins, til að mynda Quarashi og Original Melody. Valdimar Guðmundsson er forsprakki hljómsveitarinnar Valdimar og hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi sem einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar. Hægt er að hlusta á lagið og hala því niður frítt í takmarkaðan tíma á síðunni Gabrieliceland.bandcamp.com. Fleiri upplýsingar má finna á Facebook.com/gabrieliceland. Harmageddon Tónlist Mest lesið Keith Richards átrúnaðargoð Sveppa Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon Búið að tilkynna um fyrstu hljómsveitirnar á Iceland Airwaves 2015 Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon
Lagið Stjörnuhröp er komið út. Það er hugarfóstur dularfulls tónlistarmanns sem vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi um árin en fetar nú nýjar slóðir undir listamannsnafninu Gabríel. Með laginu er kynnt til sögunnar nýtt afl í íslensku hipphoppi. Gabríel fékk til liðs við sig söngvarann Valdimar Guðmundsson og rapparann Opee sem saman setja svip sinn á lagið. Opee er meðlimur O.N.E. og hefur auk þess unnið með mörgum af helstu hipphoppsveitum landsins, til að mynda Quarashi og Original Melody. Valdimar Guðmundsson er forsprakki hljómsveitarinnar Valdimar og hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi sem einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar. Hægt er að hlusta á lagið og hala því niður frítt í takmarkaðan tíma á síðunni Gabrieliceland.bandcamp.com. Fleiri upplýsingar má finna á Facebook.com/gabrieliceland.
Harmageddon Tónlist Mest lesið Keith Richards átrúnaðargoð Sveppa Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon Búið að tilkynna um fyrstu hljómsveitirnar á Iceland Airwaves 2015 Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon