Í guðanna bænum! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. febrúar 2012 20:00 War Horse er byggð á samnefndri barnabók sem varð síðar að leikriti. Bíó. War Horse. Leikstjórn: Steven Spielberg. Leikarar: Jeremy Irvine, Emily Watson, Peter Mullan, David Thewlis, Benedict Cumberbatch, Tom Hiddleston, Eddie Marsan, Toby Kebbell, Niels Arestrup. Steven Spielberg heldur sig innan þægindarammans í nýjustu kvikmynd sinni War Horse, en hún er byggð á samnefndri barnabók sem varð síðar að leikriti. Ég ímynda mér skemmtilegt barnaleikrit þar sem tvær manneskjur leika titilhlutverkið, sjálfan stríðshestinn, önnur framhlutann og hin þann aftari. Spielberg splæsir þó í alvöru hesta í myndina sína en útilokar um leið alla möguleika hlutverksins á verðlaunatilnefningum, en kvikmyndin hefur þrátt fyrir það fengið margar slíkar. Það er í raun óskiljanlegt því War Horse er ekki góð kvikmynd. Hún er afskaplega fallega tekin af Janusz Kamiski, tökumanni leikstjórans til margra ára, og vísar myndatakan til skiptis í John Ford og til fjölskyldumynda í Technicolor. Sagan er hins vegar ein stór melódramatísk klisja sem reynir hvað hún getur að framkalla tár á hvarmi áhorfandans og takist henni það ekki ein síns liðs kemur innantóm kvikmyndatónlistin eftir John Williams til aðstoðar, rétt eins og óvinahermaðurinn sem kemur hlaupandi með vírklippur og hjálpar „góða" hermanninum að losa sárþjáðan fákinn úr gaddavírsflækju. Þetta atriði endurspeglar Spielberg eins og hann gerist allra verstur. Senan á að hreyfa við okkur tilfinningalega vegna þess að allir hjálpa særðu dýri, meira að segja svarnir óvinir með riffla í lúkum, því að í stríði er það jú stríðið sjálft sem er óvinurinn. Hvernig myndi „give me a break" útleggjast á íslensku? Hlægilegast er þó líklega atriðið þar sem aðalhesturinn fórnar sér fyrir þreyttan vin sinn, sem einnig er hestur, og tekur það á sig að draga níðþunga fallbyssu upp fjallshlíð. Steven Spielberg er þekktasti núlifandi kvikmyndaleikstjóri heims og hans bestu myndir eru sannkallaðar perlur. Af hverju gerir hann ekki merkilegri hluti en þetta? Og hví er honum ekki refsað fyrir syndir sínar? Þvert á móti fær myndin sex tilnefningar til Óskarsverðlauna og fimm til BAFTA. Er þetta falin myndavél? Er Auddi Blö að sprella í okkur? Niðurstaða: Kvikmyndir fyrir börn eru af hinu góða en barnaleg kvikmyndagerð er það ekki. War Horse er snotur en alveg innantóm. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. War Horse. Leikstjórn: Steven Spielberg. Leikarar: Jeremy Irvine, Emily Watson, Peter Mullan, David Thewlis, Benedict Cumberbatch, Tom Hiddleston, Eddie Marsan, Toby Kebbell, Niels Arestrup. Steven Spielberg heldur sig innan þægindarammans í nýjustu kvikmynd sinni War Horse, en hún er byggð á samnefndri barnabók sem varð síðar að leikriti. Ég ímynda mér skemmtilegt barnaleikrit þar sem tvær manneskjur leika titilhlutverkið, sjálfan stríðshestinn, önnur framhlutann og hin þann aftari. Spielberg splæsir þó í alvöru hesta í myndina sína en útilokar um leið alla möguleika hlutverksins á verðlaunatilnefningum, en kvikmyndin hefur þrátt fyrir það fengið margar slíkar. Það er í raun óskiljanlegt því War Horse er ekki góð kvikmynd. Hún er afskaplega fallega tekin af Janusz Kamiski, tökumanni leikstjórans til margra ára, og vísar myndatakan til skiptis í John Ford og til fjölskyldumynda í Technicolor. Sagan er hins vegar ein stór melódramatísk klisja sem reynir hvað hún getur að framkalla tár á hvarmi áhorfandans og takist henni það ekki ein síns liðs kemur innantóm kvikmyndatónlistin eftir John Williams til aðstoðar, rétt eins og óvinahermaðurinn sem kemur hlaupandi með vírklippur og hjálpar „góða" hermanninum að losa sárþjáðan fákinn úr gaddavírsflækju. Þetta atriði endurspeglar Spielberg eins og hann gerist allra verstur. Senan á að hreyfa við okkur tilfinningalega vegna þess að allir hjálpa særðu dýri, meira að segja svarnir óvinir með riffla í lúkum, því að í stríði er það jú stríðið sjálft sem er óvinurinn. Hvernig myndi „give me a break" útleggjast á íslensku? Hlægilegast er þó líklega atriðið þar sem aðalhesturinn fórnar sér fyrir þreyttan vin sinn, sem einnig er hestur, og tekur það á sig að draga níðþunga fallbyssu upp fjallshlíð. Steven Spielberg er þekktasti núlifandi kvikmyndaleikstjóri heims og hans bestu myndir eru sannkallaðar perlur. Af hverju gerir hann ekki merkilegri hluti en þetta? Og hví er honum ekki refsað fyrir syndir sínar? Þvert á móti fær myndin sex tilnefningar til Óskarsverðlauna og fimm til BAFTA. Er þetta falin myndavél? Er Auddi Blö að sprella í okkur? Niðurstaða: Kvikmyndir fyrir börn eru af hinu góða en barnaleg kvikmyndagerð er það ekki. War Horse er snotur en alveg innantóm.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira