Hlustuðu á Dylan á kvöldin 4. febrúar 2012 15:00 Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu, Hvað ef himinninn brotnar…mynd/edda bjöss Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Platan átti að koma út fyrir síðustu jól en útgáfunni var frestað. Leifur Björnsson, forsprakki Blágresis, er mjög ánægður með samstarfið við Einar Má, sem samdi alla textana. „Það var alveg frábært, hann er þvílíkur fagmaður,“ segir Leifur. „Þetta er mikill heiður. Maður er alinn upp á sögunum hans og það var mjög gaman fyrir mig að fá tækifæri til að vinna með honum.“ Blágresi er hugarfóstur Einars Más og Leifs, sem höfðu oft rætt um samstarf, og hófst það loks fyrir alvöru sumarið 2009. Í hópinn bættust Daníel Auðunsson og Tinna Marína Jónsdóttir, og hljómsveitin Blágresi sem spilar þjóðlagaskotna tónlist varð til. „Við Einar Már unnum þetta saman eiginlega. Ég tók upp hugmyndirnar mínar og sendi á hann og hann bjó eitthvað til við lögin,“ segir Leifur um lagasmíðarnar. „Hann er gríðarlega mikill áhugamaður um músík og að miklu leyti um þessa tónlistarstefnu. Við hittumst á vinnustofunni hans seint á kvöldin og mörg kvöldin hjá okkur enduðu í því að hlusta á Bob Dylan, sem var gott og blessað.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í Hörpu 8. mars þar sem Gunnar Þórðarson og Bjartmar Guðlaugsson verða gestir. Meiri spilamennska er fram undan á þessu ári. „Einar á mjög dyggan aðdáendahóp á Norðurlöndunum og við erum strax farin að fá boð um að fara með honum til Danmerkur og Færeyjar til að spila,“ segir Leifur. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Platan átti að koma út fyrir síðustu jól en útgáfunni var frestað. Leifur Björnsson, forsprakki Blágresis, er mjög ánægður með samstarfið við Einar Má, sem samdi alla textana. „Það var alveg frábært, hann er þvílíkur fagmaður,“ segir Leifur. „Þetta er mikill heiður. Maður er alinn upp á sögunum hans og það var mjög gaman fyrir mig að fá tækifæri til að vinna með honum.“ Blágresi er hugarfóstur Einars Más og Leifs, sem höfðu oft rætt um samstarf, og hófst það loks fyrir alvöru sumarið 2009. Í hópinn bættust Daníel Auðunsson og Tinna Marína Jónsdóttir, og hljómsveitin Blágresi sem spilar þjóðlagaskotna tónlist varð til. „Við Einar Már unnum þetta saman eiginlega. Ég tók upp hugmyndirnar mínar og sendi á hann og hann bjó eitthvað til við lögin,“ segir Leifur um lagasmíðarnar. „Hann er gríðarlega mikill áhugamaður um músík og að miklu leyti um þessa tónlistarstefnu. Við hittumst á vinnustofunni hans seint á kvöldin og mörg kvöldin hjá okkur enduðu í því að hlusta á Bob Dylan, sem var gott og blessað.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í Hörpu 8. mars þar sem Gunnar Þórðarson og Bjartmar Guðlaugsson verða gestir. Meiri spilamennska er fram undan á þessu ári. „Einar á mjög dyggan aðdáendahóp á Norðurlöndunum og við erum strax farin að fá boð um að fara með honum til Danmerkur og Færeyjar til að spila,“ segir Leifur. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira