Hrífandi ævintýri um Hugo 9. febrúar 2012 14:00 Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna. Golden Globes Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Golden Globes Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira