Tæknin á það til að gera mönnum erfitt fyrir í lífinu. Þetta fengu kollegarnir Bubbi Morthens og Friðrik Dór Jónsson að reyna á dögunum þegar sá síðarnefndi var gestur hins í úvarpsþættinum Stáli og hníf á Bylgjunni.
Þegar upptökum á þættinum var við það að ljúka fór rafmagnið af húsinu og eftir að það komst aftur á varð ljóst að upptakan – sem hafði staðið í tvær klukkustundir – var ónýt. Þá var lítið annað að gera en að hefjast handa á nýjan leik. Þættinum var svo loks útvarpað á mánudaginn var.
Hér fyrir ofan má heyra fyrsta hluta þáttarins af sex. Hægt er að hlusta á allan þáttinn á útvarpssíðu Vísis.
