Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir hefur fengið góða dóma erlendis fyrir nýjustu plötu sína Long Pair Bond. Tveir afar jákvæðir dómar birtust um plötuna á djasssíðunni Allboutjass.com auk þess sem hún fékk fimm stjörnur í austurríska blaðinu Concerto.
Long Pair Bond kom út fyrir síðustu jól og er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Hörpu 29. febrúar.
Sunna fær góða dóma
