Vogue og ID hampa Ernu 21. febrúar 2012 09:00 Erna er í spennufalli eftir að sýningin er afstaðin og ánægð með góðar viðtökur blaðamanna og bloggara. „Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fatahönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningu skólans er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfendahópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorfendur á sýningunni," segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfasíð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa.ID Online segir fatalínu Ernu bera skandínavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir fatalínu Ernu ásamt þremur öðrum nemendum hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu.Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjónapeysurnar hennar Ernu Einarsdóttur mega koma og eiga heima í fataskápnum mínum núna strax."Af sýningu Ernu.Erna notaði íslenska ull í sýningu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna."-áp Lífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fatahönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningu skólans er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfendahópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorfendur á sýningunni," segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfasíð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa.ID Online segir fatalínu Ernu bera skandínavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir fatalínu Ernu ásamt þremur öðrum nemendum hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu.Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjónapeysurnar hennar Ernu Einarsdóttur mega koma og eiga heima í fataskápnum mínum núna strax."Af sýningu Ernu.Erna notaði íslenska ull í sýningu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna."-áp
Lífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira