Blíðar móttökur aðdénda Pain of Salvation í Evrópu 21. febrúar 2012 07:15 Ragnar Sólberg ferðast nú um Evrópu ásamt hljómsveitinni Pain of Salvation. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
„Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira