Enski rapparinn Skepta og Brain Police í hár saman 21. febrúar 2012 16:15 Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vance á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Sjá meira
Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vance á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Sjá meira