Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar 22. febrúar 2012 07:00 Skulda Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 hefur getið af sér tvö dómsmál.Fréttablaðið/valli Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira