Flýgur frá Hollywood til að taka upp nokkrar setningar 22. febrúar 2012 13:15 Þorvaldi Davíð Kristjánssynivar flogið heim frá Los Angeles í snatri til að laga nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik en það styttist óðum í frumsýninguna 2 mars. „Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning